Og síðan varstu þarna,
gullin sem sól.

Ég fylgdist með sumarandvaranum
gæla við hár þitt eins og ástfanginn unglingur.

Hann straukst blíðlega við hörund þitt
og sendi hríslandi unaðstilfinningar eftir líkama þínum.
Tilfinningar sem vöktu upp gleði í sál þinni
og sendu ljóma til augnanna.

Þú brostir og bros þitt lífgaði upp á sálartetur okkar
sem í kringum þig voru.
Þú opnaðir faðm þinn og dróst til þín sumarandvarann,
fullviss um að hann færði okkur fullkominn dag.

Ó, hvað ég gæfi mikið fyrir að vera þessi sumarandvari