Í gegnum áranna rás hefur þú sárþjáða sál þína falið
falið á bakvið þitt sigrandi bros
En í dag er hún nakin já nakin og allir fá séð
að í nekt sinni er hún ei meira en eitt lítið tré

Þar sem áður stóð skógur stendur nú eitt þetta tré
já það stendur þar eitt og hugsar hvers vegna ég
En hvað varð um skóginn sem ætíð stóð við þess hlið
í skuggann hvarf hann hvarf eins og syndugum ber

Samt berst þú áfram berst gegnum veður og vind
þú vilt kannski sanna já sanna hversu megnug hún er
En þrátt fyrir allt þetta basl þessa baráttu og tár
þá ert þú samt áfram þessi sama sárþjáða sál

Og sál þín færð þú ei grædda eftir öll þessi ár
þú veist það er eitt aðeins eitt sem fær bætt þessi sár
En þrátt fyrir það munt þú berjast um ókomin ár
berjast í von um að eitthvað sefi þín tár

Og þegar að lokum þú fellur Drottni í faðm
þá munt þú finna hvað það var sem þú leitaðir að
Það var ekki ást eða athygli annara manna
það var þessi friður þessi friður innra með þér


Þetta er frumraun, ekki vond…………