Lífið er skrýtið,
líkt og taktlaust lag.
Svo stutt og agnarlítið,
með rammfalskan brag.

Sál mín er smá,
í sammföllnum heim.
Líf, ekkert ljós er að fá,
en lífvana keim.

Hvernig mun það enda,
í kistu í móður jörð.
Af moldu ertu kominn,
að moldu skaltu verða.

Lífið er líkt og golfkúla,
fullt af höggum,
svo endar maður ofan í holu.



Ok ekki skamma mig fyrir stuðla og höfuðstafi eða neitt þannig. Ég fékk fyrst alvöru áhuga fyrir ljóðum þegar ég joinaði huga.is fyrir um tveim vikum. Segja má að þetta sé frumraun mín í ljóðasmíðum.
Glory Glory…