Kveðja

Ég stend einn hér,
og horf' út á sjó.
Aðeins ein hugsun með mér,
en miðpunktur hennar dó.

Ég horfi til stjörnu,
og hún horfir til mín.
Af moldu, af jörðu,
og aftur til þín.

Ég lok' augum mínum,
tár niður kinn.
Ljós í augum þínum,
og draumurinn minn.

Og ferðin mín hefst,
ég líð enga töf.
Ég hugsa um þig mest,
á leið í vota gröf.

vamanos

Þetta er með elstu ljóðunum eftir mig. Man ekki alveg hvenær ég skrifaði þetta, en held það hafi verið '94. Þetta er reyndar soldið stirt, hrynjandin ekki alveg rétt, rímið frekar frumstætt.