-eldur-

ástin skekur okkar sál og bálið kveikir
bálið kulnar og eftir situr askan
en upp úr öskunni rís ný og betri sál
sál sem varlega fer og reynsluna hefur
fer varlega í sakirnar
því brennt barnið forðast eldinn
en eldurinn heillar
og ljósið laðar
forvitinn um afleiðingar það snertir eldinn aftur
brennir sig á fingri og hörfar brott
kastar sér svo á eldinn og ástin hylur mig
brenn ég upp til agna í bálinu þínu
en hvers vegna geri ég þetta
ég veit ég verð að ösku
ég veit ég hörfa aftur
ég veit mig vantar hlýju
og bálið heillar að nýju
því kaldur heimurinn hlýjar mér ekki
allir þeir vinir sem ég þekki
geta ekki tendrað mitt bál
kveikja ekki í minni sál
þú ert lausnin
þú ert bálið
þú dregur mig til þín
og blindar mína sýn
ljósið þurrkar augun
og glaður ég bráðna
hamingjusamur ég brenn
í örmum eldsins
í örmum þínum
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.