Himininn þekur sýn okkar í kvöld
inn í nóttina svörtu við störum
hjúfrandi okkur að hvoru öðru
horfum við á stjarnanna fall
fallandi hratt inn í svartholið dökka
lýsa þær upp andlitin okkar
andlitin okkar mæta hvort öðru
með stjörnur í augum
rafmagnaðar varir
við eltum stjörnurnar
og föllum að hvoru öðru.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.