-Gjald ástarinnar-

Þegar strákur elskar stelpu af hreinu hjarta
hefur hann engu að tapa en allt að vinna
hann sér ekkert nema geislabaug hennar bjarta
og þó bugaður sé, mun ástinni aldrei linna.

Ég veit um strák þann er í þessu lenti
þekkti hann stúlku er hjartahrein virtist
tók hún úr honum hjartað og á gólfið henti
honum þá loks sannleikurinn birtist.

Hann var ekki nægur, ekki nógu djarfur
og nú hann vildi í augu hennar ganga
vera líkt og hinir, á móti öllu og harður
hafði hann þá athygli hennar, tekist að fanga.

En eitt leiddi af öðru, hún var einum of villt
vildi losna úr myrkranna djúpi sálu sinnar
dró hann með sér, og hafði á endanum honum spillt
og ég spyr: Hvert er gjald ástarinnar?

Saman þau neyttu duftsins daufa bragði
drápu í eitrinu í höndum sínum
fljótlega af vímu hann hendur á hana lagði
hruflaður í huga, af brengluðum hugarsýnum.

Saman þau lifðu og alltaf eilífur sálarfriður
svimandi hátt á skýjum þau flugu
vinir og vandamenn reyndu því að draga þau niður
meðan eitrið þau í æðarnar sugu.

En allt flug tekur enda, er eldsneytið klárast
eldurinn í þeirra æðum var fljótur að slökkna
deyjandi úr eyðni í trosnuðum rúmum þau tárast
taka inn eitur en augun halda enn áfram að vökna.

Strákurinn fer illa á of sterku efni
stelpan horfir grátandi með grátt andlitið á
deyr hann við hlið hennar í svefni
horfir tómum augum á hana, sofandi henni hjá.

Hún fylgir brátt á eftir, enda ei kraftur í hennar sál
ekkert er hérna fyrir hana, fer hún til elskunnar sinnar
eldurinn búinn, og löngu slokknað hennar bál
og enn ég spyr: Hvert er gjald ástarinnar?
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.