-Fjallganga sálarinnar-

Upp og niður og áfram ég klíf
ei má skynja að toppnum sé náð
upp ég klöngrast mitt kalda líf
klifur mitt er björgun, mín eina dáð.

Úr dölum depurðinnar kem ég með flýti
og dreg ég með mér allar mínar sorgir
hugsa ég alla leið, um mín mörgu lýti
mínar ástir, mínar hrundu spilaborgir.

Alla leið sé ég andlit þitt nálgast fljótt
skrölti ég enn á mínum særðu fótum
blóðið lekur niður köldu bífurnar skjótt
blæðandi stend ég á mínum vegamótum.

Staður til að hugsa, staður til að íhuga
stend ég og ímynda mér markmið mín
því þessi fjallganga sálarinnar virðist ei duga
þú stendur og horfir, en ég aldrei kemst til þín

Á tindinum stendur þú og ég kemst ei nær
á milli okkar hið stóra gljúfur liggur
ástarguðinn á hinum endanum stendur og hlær
horfandi á mig, hann hjarta mitt tyggur.

En af ást ég tilhlaup tek og reyni stökkið yfir
tilraunin bregst og djúpt ég niður fell
hver maður stritar og fyrir ástina sína lifir
á steina gljúfursins glaður ég skell.

Nú sé ég þig ekki lengur en ég reyndi samt
syngjandi finn ég hvernig dauðinn nálgast
hann gerir það eina sem honum er tamt
heyri ég hvernig hann fagnar er ég sálgast.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.