-Æviágrip hins látna-

Þegar við fæðumst fáum við mörg tækifæri
finnum persónur sem okkur fellur í geð
en einmana ég ávalt sit upp í herbergi og læri
og þegar þau skemmta sér, er ég aldrei með.

Engir vinir, ekkert líf, engin markmið lengur
en alltaf hafði ég skólabækur við hlið mér
því var bókin minn vinur er ég var drengur
og ég vildi ekki sjá allt það líf sem var hér.

Ég aldist upp í von um að verða stór
verða aldrei drykkjumaður, gera ekkert ljótt
fylgja alltaf boðorðunum, drýgja aldrei hór
alltaf ég lifði í einsemd og alltaf var mér rótt.

En glugginn að lífinu opnaðist og út ég þaut
á vængjum frelsisins ég um heiminn flaug
aldrei ég aftur fyrir fangelsinu niður laut
frelsið fangaði mig og hverja mína taug.

Ég varð vinsæll, ég eignaðist mína lifandi vini
varð ég að gera hluti til að öðlast meiri gleði
faðir minn byrjaði að hafa áhyggjur af sínum syni
segjandi mér að hafa stjórn á mínu veika geði.

Reykjandi, drekkandi, ríðandi og uppreisnarseggur
reif ég tengslin við dapra foreldra mína glaður
eitt sinn hver ungi á naflastrenginn ánægður heggur
horfandi á sína framtíð sem sjálfstæður ungur maður.

Þau drógu úr áhrifum sínum og áfram ég flaug
áttirnar skiptu ekki máli því á brott varð að halda
hreiðrið var horfið og orkuna enn ég saug
hafði ég mitt frelsi en byrjaði brátt spjöllum að valda.

Sambandið við þau rofnaði enn meir en áður
einn ég aftur stóð þó að vinirnir fylltu minn huga
vinsælan ég hélt mig vera og af vinunum dáður
var ég það eigi lengur og þeir nú mig buga.

Því leitaði ég aftur að hreiðrinu í angist og grét
aldrei ég það fann og það er að eilífu glatað
á greinina ég settist og gleðina niður ég lét
grátandi horfandi á það líf sem ég hef ávalt hatað.

Sitjandi á mínum mjóa rassi í kulda og frosti
mændi ég á stjörnurnar þar sem gleðin býr
starði ég lengi og hugsaði, og loks ég brosti
lífstilgangurinn minn var loksins orðinn skýr.

Ég hef verið glaður og bitur í fjöldamörg ár
og hvern dag er það hin sama sorglega saga
sú að vita ekki hvort ég lifi annað morgunsár
sú að vita að ég lifi ekki fleiri hamingjudaga.

Núna tek ég stökkið og niður ég fell
niðdimmur veturinn er kaldur ei meir
enga sorg ég skynja og í grjótið ég skell
syngjandi fuglinn missir flugið og deyr.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.