-Hringur-

Núna er sál mín ei lengur í nístandi frosti
niðdimmur veturinn virðist hörfa í flýti
nú man ég þá tíma, er ég við veröldinni brosti
vangar mínir rjóðir og engin mín lýti.

Ég finn hamingjustrauminn hringla í mér
hafði ég hann ei áður svona skýrt skynjað
en þegar veturinn kemur og kaldur ég er
kraumar sorgin og guð hefur mér synjað.

Svona er líf mitt, sífellt að breytast og deyja
sálin er grá, hvít og svört og aldrei eins
ég græt í hljóði og hef ekkert annað að segja
og til hvers að lifa, þegar það er ekki til neins?

Ég hef verið glaður og bitur í fjöldamörg ár
og hvern dag er það hin sama bitra saga
að vita ekki hvort ég mun lifa af annað morgunsár
menn eins og ég, lifa ekki marga hamingjudaga.

Ég veit að stundum virðist ég glaður og mér sjálfum líkur
mér sýnist allt vel ganga og gleðin fyllir mitt hjarta
en um leið og sú tilfinning til einskis rýkur
til heljar aftur ég hverf og dvel í myrkrinu svarta.

Líf mitt er eilíf hringrás sem aldrei virðist enda
svo eina leið mín út er henni er að enda þetta núna
allar brýr að baki eru brenndar og lenda í lífsins fljóti.
brosi ég grátandi framan í heiminn, er ég brenni síðustu brúna
og heimurinn brosir á móti.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.