-Síðasta sjálfsmorðsljóðið-

Þegar myrkrið virðist yfirgnæfa þessa veröld
vil ég út til stjarnanna þar sem hamingjan býr.
Ég horfi til þeirra og skin þeirra öll þessi kvöld
þegar eldurinn í sálu minni er ei lengur hlýr.

Regnið hylur heiminn og húfan mín skýlir mér ekki
hef ég gengið gegnum rokið og rokið ennþá dvín
engin skilaboð til þeirra manna sem ég þekki
því sú eina sem ég þrái mun aldrei verða mín.

Geng ég framhjá verslunum með ryðgaðar rúður
regnið skolar skítinn burtu, en ryðið vex og dafnar
sorg mín er föst í sálu minni og lífið er klúður
sjúk er mín sál og þreytt og brátt hún kafnar

Lifað hef ég gamansama daga sem draga mig upp í gleði
en ávalt get ég þess til að hún fari aftur á brott
ég veit að brátt mun ég liggja á mínu kalda dánarbeði
og ég yfirgef það líf sem mér fannst aldrei gott.

Ég hef samið mörg ljóðin í gegnum mitt líf
lifað hef ég margt og ég hef fengið mörg sár
ég stíg á baki skugga mínum og til stjarnanna svíf
sæll fer ég upp og felli loksins mín hamingjutár.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.