-Reykjavíkurborg-

Þegar lífið virðist brosa og himininn er blár
barnið í hjarta mínu leikur sér og engin sár
þá veit að ég er hamingjusamur við hlið þér
horfandi björtum augum á framtíðina hér.

En ég veit að sú kemur stund milli friða
sú hamingja hverfur og ég reyni að leita griða
fyrir augliti guðs ég krýp á mín sáru kné
kallandi nafnið hans og ekkert ég sé.

Nú er sú stund komin, ég veit hún hverfur brátt
kaldur heimurinn hitnar aftur, og ég fæ minn mátt
til að finna hamingju á þeim stað er ég á bý
og til að undirbúa mig, fyrir það að verða leiður á ný….

Geðhvarfasýki er sjúkdómur skrattans sem allt deyðir
sekk ég stöðugt dýpra, og hann mig ennþá meiðir
nú ég lem til baka og vinn bug á mínum galla
áður en ég dýpra niður í hel mun falla.

Ekki búast við að verða nokkurn tíma glaður á ný
ég segi við sjálfan mig, er ég baki við mér sný
og hverf frá sjálfum mér til að gefast upp fyrir sorginni
einn enn sem fremur sjálfsmorð, í dimmu borginni
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.