-Regndropar-

Regnið drýpur rólega af vöngum
rúllandi bílar þjóta framhjá mér
í strætóskýli einn ég sit í öngum
seitlar vatn milli gatanna hér.

Af hverju endaði ég mína einu ást?
Á kinnum mínum blandast regnið tárum
grátandi sá ég þig, þú á rúminu lást
því endir er kominn, frá öllum þessum árum.

Grátt andlit bílstjórans brosir skakkt
boginn af sorg ég í sætinu sit
regnið á rúðunni skellur í takt
rokið blæs á mig, hverfur mitt litla vit.

Út úr vagninum ég stíg, bitur í bragði
blindur ég var af mínum tárum
sorgmæddur hugsandi um það sem ég sagði
strýk ég enn saltið, í mínum sárum.

Inn í íbúðina myrka ég dapur inn held
illur ég fleygi mér sjálfum á vegg
upp tek ég hnífinn og sárum ég veld
á borðið ég blóðugan hnífinn legg.

Á gólfið ég leggst og held um mitt hjarta
sjónin hún hverfur og hugurinn dofinn
dauðinn nálgast, ég sé í ljósið bjarta
örlavefurinn minn er ofinn…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.