Er svefninn hálf ævin?
Erum við þreytt og svæfin?
Þurfa draumar í dulvitund sinn skammt?
Eða er þetta okkur tamt?

Ef svefn væri ei til
og í lífinu mynduðust skil?
Hvað ef engir væru draumar?
Myndi ekkert rætast? Væru engir straumar?

Gætu skáld þá ort ljóð?
hvar væru skáldin þá?
væru ljóðin þá góð?
væru skáldin þung á brá?

Svefninn er þá góður
þú verður um hann fróður
hann er hluti af þínu lífi
þó í dulvitund þína dýfi