Ég held að þú sér slátrari,
Sé þig fyrir mér vinna við stóra hakkavél.
Ég held að þú eigir orðu, fyrir að sigra innsigluð hjörtu.
Hjörtu sem hafa verið læst inn í vel brynjuðu stálboxi sem ömuglegt er að komast inn í.

En þú kemst inn, þú hefur tækni sem bræðir stálið, notar verkfæri eins og lygar um traust og umhyggju.
Svo grípuru hjörtun, rífur þau úr og hirðir ekkert um tárin eða vonbrigðin í andlitunum, þú vilt bara hjartað.
Ég get rekið blóðslóðina að hakkavélinni þar sem situr brosandi í von um aðra orðu frá strákunum og rífur niður hjartað mitt.

Ég tek leifarnar og reyni að festa þær saman- það besta sem ég get gert er hakkbolla. Ég sting henni inn í gatið og reyni að sannfæra mig um að ég geti fengið hakkbolluna til að slá, allavega nóg til að ég geti lifað af.
Björtu hliðarnar eru að það reynir engin að rífa hakkbollu af mér- hana geturu fengið í bónus.