Ég samdi þetta ljóð á mánudagskvöldi, ný komin heim frá vinkonu minni og lá uppi í rúmi að hlusta á Moulan Rouge (ekki viss hvort þetta sé rétt skrifað. Vinkonurnar höfðu verið að tala um kærastana sína, ég hafði voða lítið að segja. Þá var ég ný hætt með kærastanum mínum því ég komst að því að honum var ekki treystandi og var ekkert annað en sjálfselskt flón.

Ljóðið hljómar vsona:

ég vildi þess óska,
að einhver skrifaði um mig,
ástarljóð með orðum.
Sendi það til mín i pósti,
og rósir með.

Hann segðist elska mig
ut af lífinu,
dæji fyrir mig,
myndi gráta ef hann missti mig
og elskaði mig í alvöru.

Svo myndum við hittast
Feimnin myndi ekki leyna sér.
Rjóðar kinnar og bros á vör.
Orðin komast vart út,
og áhuginn væri fyrir hendi.

Afbrýðissemin og eigingirnin,
öll á bak og burt.
Leiðumst við og göngum um kirkjugarðinn.
Fyrsti kossinn yrði konunglegur.
Valhoppum svo með hring á hendi.

(Svona smá ef þið skylduð ekki seinustu línuna að þá værum við trúlofuð eða gift :)
Takk fyrir mig :P