Mér er sama hvað öðrum finnst,
Ég er ég sjálf en enginn annar.
Ég stjórna mér sjálf.
Geri það sem ég vil.
Ég get hvað sem er ef ég bara vil.
Ég get sungið, dansað, hlegið ef ég vil.
Verið fúl, pirruð, grátið ef ég vil.
Enginn segir mér hvað gera skal.
Nema vilji Guðs til þess að búa til frið
Í heiminum svo við getum lifað sæl.
Samþykki mitt þarf við öllu sem ég geri.
Enginn neyðir mig til neins.
Því ég ræð mér sjálf.

Þú getur sagt hvað sem er um mig og hvað ég geri
En það særir mig ekki sama hvað það er.
Ég er ég sjálf og enginn mun breyta mér,
Sama hvað hann reynir!

Þetta er eiginlega hugsað sem lag og þetta er ekki fullklárað en komið þó langt finnst mér :) hugsa að það vanti í mestalagi bara eitt erindi sko :)

Lifðu þínu lífi og ég mínu.
Sannaðu að ég sé ég og þú sért þú
Heimurinn ferst ekki þó ein manneskja breytist ekki.
Alla tið mun ég vera ég og hvert ljótt orð,
Mun sem vind um eyrun þjóta.
Allra handa tæki,
Og aukahlutur er sjálfstæður.
Allir fá sitt fram, þar á meðal ég.
Hvað sem er, hver sem er og hvenær sem er,
Enginn særir tilfinningar mínar því ég á…
Á mér mitt eigið líf
Án undantekningar lifi ég mínu lífi alveg sjálf.
Enginn kemst inn í mitt líf.