Bless bless
tími kominn til að kveðja
taktfast gengur tíminn
göngum í takt við hann

svo sól verði að mána
og skýin að stjörnum
hlátur verður að gráti
hvítt breytist í svart

koldimmt í koti
er kall og kerling
fara út að moka skurð
mold verður að drullu

við gluggann skuggabaldur leynist
kannski grípur hann gæsina
þegur hún gengur út
og sest við stýrið

tími kominn til að kveðja
sárt verður saknað
gott kemur til að gleymast
og þú, liggur í rúminu

alveg eins og þú sért sofandi
eins og þú sért sofandi…
————————————————