Elsku frænka,

hversu gott var alltaf
að koma til þín
og þiggja gott í munn
sem og sálartetrið

Nú þegar dauðans dyr
virðast þær einu
sem opnar eru

vildi ég að ég hefði sagt þér oftar
hvað mér þykir vænt um þig
vildi að ég hefði oftar getað komið í heimsókn
og spjallað

Við ráðum engu
um hver endalok lífsins verða
en hvað sem tekur við fyrir handan
veit ég að vel verður tekið á móti þér

Kveðja. Þín elskandi frænka