Svo kom rigningin
sem skolaði burt
blóðinu
hann lá á gangstéttinni

fuglinn sem flaug
fundinn á götu einni
með brotið stél

það skein sól
við fyrsta hanagal
sem var hans síðasta
Svo kom rigningin
————————————————