Gegnum skóginn óð
yfir forna slóð
vissi ei hvert myndi fara
hélt samt áfram, afþví bara
yfir mýri og horfinn stíg
í átt til fjallana flýg
álfar og vættir fylgja mér
furðulega hluti maður sér
upp á fjall í snatri þaut
í gegnum loftið ég flaut
yfir fjall yfir dal, áfram fór
rigning, eldur, sólskin, snjór
gat ei stoppað varð halda á
þjóta áfram, vinum frá
Og loks ég sá, er leitaði að
að skógi, vatni guðdómlegum stað
og sat ég þar og sofnaði
og upp frá draumi vaknaði
í rúminu ég lá og var að dreyma
um forna slóð og skrítna heima
ég lagðist aftur, fór að sofa
því sjálfum mér var búinn að lofa
að þangað skildi ég aftur þjóta
og áður en varði, var farin að hrjóta
og þessa nótt ég hluti sá
sem sem í öðru ljóði ég segi frá…