Ekki varstu gamall er þú drapst
Líklegast er það ekkert skrítið
Þitt líf var víst drykkja og last
Og sjaldan þú vaknaði alsgáður snemma í bítið
Án þess að ég hafi nokkuð til þín þekkt
Þetta segi ég í allri minni spekt

Merkilegt er einnig sagt hve þín kvæði eru góð
Þykir mér þá Matthías betri
Þín kvæði eru til þess eins að tendra sígarettu glóð
Og ég er miklu betri.
Þó að ég drekki ekki eins og svín
En landið er einnig ástinn mín

Oft þú kvaðst um fegurð þess
En hjá mér er vetur lengur en sumar
En þó fá liljurnar tækifæri að vaxa í brjósti þess
Fæ ég aldrei kampavín né humar?
Drottin gaf þér góða gjöf
Sem þú tókst með þér í dauðans gröf

Þó það komi mér ekki langt
Að þykjast vera eitthvað
Er það huglægur veruleiki og um leið ekki rangt
en ég les yfir þetta kvæðis tað
og sé að það er horngrýtis bull
En þó skár en rómantískt rugl