Í fögrum dali, af fornu landi
-af firrtum slóðum var sendur.
Fylgdi mér eilífur andi
og ævinlega þessar hendur.

Draumur blindaði bitra sál,
sem dauðinn aldrei gleymdi
smár neisti sá eitt bál
sem alla ævi hans geymdi.

Og er ég geng Hadesar til,
er heimur kaldur, sálin aum
lífið aldrei veitti mér yl
en ég átti mér draum.