Hann hefur sáð í lífsins akur,
Heiminn faðmað og þjónað lengi.
Flestum sýnist göfugur og spakur
þó sálin aldrei gleði fengi.
Á stundum allt hverfur -
hyldýpi í og ekkert verður
hálfsannleikur lengur.

Þó hann sái í þúsund ár,
þyrni fann en enga rós
hann er tímans örsmáa tár,
týndur í öskju, bakvið ljós.
Á stundum silgdi hann -
til sólarinnar en aldrei fann
meira en hálfmána.