Það læddist að mér ljótur grunur
að lífið væri draumur
Og niðdimm nóttin væri dagur
og neyðin væri lán

Þannig veröld
þar sem allt væri öfugt
þar sem sannleikurinn væri lygi
þar sem hvítt væri svart

Ég vaknaði af værum blundi
með von í hjarta
Hvílíkur léttir og lofgjörð
að geta leikið að nýju við lífið
að vita og vera viss