Álfar úti í mýri
skapa ævintýri
sitja á sínum hólum
á annan í jólum

Senn kemur snjórinn
ómar englakórinn
álfar fylgjast með
því fallegra hafa ei séð

Álfar úti í mýri
skapa ævintýri
hlýja sér í býlum
verjast litlum krílum

Krílin vilja sjá
og jafnvel einum ná
sætum álfakroppi
uppá hólatoppi

Álfar úti í mýri
skapa ævintýri
forvitin verða börnin öll
er heyra álfahlátrasköll

Þau ganga fljótt á hljóðið
það er alveg lóðið
því næmt er jólabarnið okkar
og ýmislegt það lokka