Ég er enginn mega ljóðahöfundur og þetta er ekkert úber dúper gott ljóð en mig langaði til þess að senda það því að mér finnst þetta krúttlegt ljóð :P verði ykkur að góðu :)

FYRSTI PÍANÓ TÍMINN

Ég sit í bláum sófa,
Bíð kvíðin eftir kennaranum.
Stari á gólfið og lít svo upp eftir veggnum.
Það er grafarþögn,
Ég sé klukku hangandi á veggnum.
Tikk-takk hljóðið í henni heyrist greinilega.
Það opnast hurð og kennarinn kemur út.
Hann bíður mér að koma inn.
Ég lít aftur á klukkuna og hún brosir blítt til mín
og óskar mér góðs gengis.

Þegar inn kemur veit ég ekki hvað skal gera.
Fyrir framan mig er stór, svartur flygill.
Kennarinn bíður mér sæti við flygilinn.
Ég sest niður og ég fæ að ýta á nóturnar,
Þær freista mín mjög mikið en ég er feimin.
Lágt hljóð heyrist og kvíðinn fer.
Ég byrja að glamra og stoppa ekki.
Ekki fyrr en kennarinn stoppar mig af pirraður og fúll.
Ég hleyp út og flý kennarann.
Ég gleymdi bæði nótunum og pennaveskinu í stofunni.
Ég byrjaði þennan tíma hrillilega og ekkert víst,
Ekkert víst að ég fari þangað aftur.
Ég fæ mömmu til þess að sækja dótið mitt.
Aldrei síðan hef ég getað labbað framhjá tónskólanum þessum.
Aldrei mun ég aftur fara inn í þetta hús.
Aldrei, aldrei á æfi minni mun ég geta horfst í augu við þennan fúla mann.
Aldrei mun ég sakna þess að hafa spilað á píanóið.
Aldrei mun ég sjá eftir að hafa hætt í þessum tónskóla.
Aldrei mun ég snerta við hljóðfæri framar.
Aldrei, aldrei, aldrei mun ég geta sagt frá þessu.
Aldrei mun ég gleyma þessu atviki,
Þó liðin séu þrjátíu ár og 27 dagar.
Aldrei hef ég skammast mín jafn mikið
Og aldrei mun mér detta í hug að láta börn mín í tónlistarskóla.