Fortíð:

Eitt er það sem aldrei fæ

ég nokkru sinni litið

vegna þess ég sit og hlæ

Því sambandi var slitið



Samt ég engan hlátur finn

Djúpt í mínu hjarta

er situr þú og strýkur kinn

um fortíðinna bjarta



Hvað er það sem ekkert fór

Það reyni ég að skilja

Nú sit ég hér og sötra bjór

Og eitthvað reyni að hylja



Grunsemd:

Hvað hún vill ég ekki sé

þó heillengi ég hugsi

Enginn á ég föt né fé

Þó alllengi ég slugsi



Bak við borð með bláa rönd

Aleinn sit og spái

ekki um frægð og fjarlæg lönd

En undarlegum mávi



Þó ég hafi mikið breyst

Í þennan langa tíma

ég ekki vil það sjá of geyst

ef allt það reynist gríma



Sem hún hefur manni kynnt

og vill mig láta trúa

nú skal öllu rugli linnt

nú hættir þú að ljúga