Óviti!

Já hver hefur ekki um ástina grátið?
og, tja ekki vil ég vera öðruvísi en þið hin!
Ég hef elskað, og þetta finnst mér um það:
Eins og að rétta óvita vatnsglas
ást mín er drukkin
en óvitar eiga það til að missa vatnssglös

Og þarna liggur hjarta mitt í molum
en ég get samt lagað það
með tíma
…og fullt af lími

Bara til að falla það aftur af vatni-
-ást minni
til að rétta óvita aftur
hvort sem það er sá sami og braut glasið mitt fyrst
eða einhver nýr

En eigum við ekki frekar að læra af reynslunni?
Því óvitar gera það ekki…
í því felst jú orðið,
óviti.

Gunther Göber (það er sko ég)
What is love? Baby don't hurt me, don't hurt me, no more…