brúnaþungur byrja ég að muna
blóðið hefur misst sinn litla funa
gamlar myndir standast sterkan bruna.
reyndi ákaft minninganna eyðslu
en gat ei borgað örlaganna greiðslu
jafnvel þótt ég reyndi Drottins beiðslu.

grafinn aftur fínt í gömlu sárin
geðvondur ég hugsa aftur árin
þar sem streymdu stríðast sorgartárin.
myndir fornar stinga gat á sinnið
sjúkdómurinn skríður gegnum skinnið
lífgar aftur upp á uppeytt minnið.



vil nú loksins hvetja mínar hvatir
hvenær urðu mínir draumar latir?
minningarnar tauta alla tíma
titrandi ég verð við þær að glíma

minningarnar verða því að fara
svo ég muni kalli mínu svara
gefa sorgartímann upp á bátinn
glaður loksins stöðva allan grátinn



núna mun ég byrja lífið betur
búinn þessi ógeðslegi vetur
bölið enga drauma mína letur.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.