sjaldan getur maður spáð
um lífsins tregu götur
varla getur guð mér ljáð
þó sjaldan aftri fjötur

þann ég fékk í vöggugjöf
og fæst ei til að skila
frekar leggst í mína gröf
en sjá þig byrja að bila

hálkublettur slitinn dekk
og útaf bíllinn rennur
dýpra og dýpra í myrkrið sekk
er áfram snjórinn fennur

sit í ró, og hugsa um allt
sem ekki tekst að skilja
Allt það sem að ekki er fallt
og allt sem tókst að mylja

góða stund í djúpum sæ
uns upp mig gefur öndinn
ei ég lengur sit og hlæ
því á bak nú reynist ströndinn