nótt sáir fræjum sínum
í skjólsælan garð

þau spíra
í rauðri mold

svartar rósir


flauelsmjúkum höndum
fer myrkrið um augu mín
uns flugbeitt morgunskíma
ræðst á mig
-og sker út skugga


hvít hönd
óstyrk
teygir sig
til að snerta mig

hvít hönd
styrk
teygir sig
í skugga minn


þegar ljósið fjarar
blæðir skuggunum út

þegar ljósið fjarar
spyrja hafblá augu:

er ekkert eftir
nema nóttin?