Hann vaknar óvært
af margra ára dvala
Hjartað óvænt
tekur hægt að kala

Vakan særir
þó ekki sjái á honum aumur
hugskot hans tærir
óhyrtur draumur

Í brjósti manns
sem draumi sínum hafnar
er óhamingjan
það eina sem dafnar

Tilvera hans gránar
Konulaus með króga
Þau voru bæði bjánar
fóstrinu átti að lóga

Hrindir upp dyrum
gengur hljóður inn
og innantómum augum
orðlaus lítur á son sinn

Sem starir skilningssljór á móti
með votar kinnar
og hugsar með öfund
til barnæsku þinnar

Í brjósti barns
er það eina sem dafnar
það eina sem þar hafna