Ég fer að sofa
og dreymi draum
um mig í ýmsum aðstæðum
en svo vakna ég.

Stundum fæ ég martraðir
og vakna hræddur og fer fram
fæ mér síðan vatn
og fer aftur að sofa.

Þegar ég fæ góða drauma
þá vakna ég ánæður en verð síðan fúll
þegar ég átta mig á því
að þetta hafi allt verið draumur.

Svo ég skrifa bréf til þín sem ljóðar svo

Kæri Draumur
Viltu láti mig dreyma betra líf
þar sem allt er gott og ekkert stríð
ekki láta mig síðan vakna af þessum draum.

Kveðja Draumóða Maðurinn
Hermes