Er ég labbaði úti um morguninn
eftir sumardaginn fyrsta
þá rifjaðist upp fyrir mér í þokuni
afhverju ég er en hérna.

Fuglar sungu og ljósastaurar önduðu í skýjunum
laufblöðin voru blaut og sólarupprás var í nánd
en þó að ánamaðkar börðust fyrir lífi sínu á gangstéttini
þá bjargaði ég nokkrum, og leið vel.

Og allt þetta minnti mig á það
að jafnvel þótt til séu hrottar
sem vilja ekki lána dótið sitt sem þeir stela frá öðrum
þá erum við flest eins og saklaus börn.

Og þó við séum stundum eins og ánamaðkar
skríðandi um hjálparlaust á malbikinu
þá eru aðrir hér og þar sem leiðbeina okkur aftur
í moldina sem við eigum í heima.

Og það gefur mér von um það
að þó við munum eflaust falla og bráka bæði hné
þá munum við standa aftur upp
og vona að næsta fall verði ekki jafn hart.

Ég sé það nú skýrt að hið góða er til
því andardráttur minn er sönnun fyrir það
og þó að ég kvarti nú oft yfir öllu
þá er tilvera mín nóg trú fyrir sig.

Og þó að ég trúi nú eigi á guð
þá veit ég að guð trúir eflaust á mig
og þó hann geri það eigi er mér sama um það
því ég trúi á fólk, og að það trúi á mig.

Eða, það sem ég er að reyna að segja
í þessum einföldu og barnalegu orðum….

…Gleðilegt Sumar ^_^