
Hvað veit ég ?
Í nýjar víddir, leiddu mig, og ég mun fylgja, Í brautir sem ég hef ekki séð áður, Verur svo litlar að augun ei sjá, Kalt, heit? svo venjulegt en samt svo skrítið, Dauði, hungur, blóð, líf, svefn, vaka, ligg, stend, byggi, eyðilegg, hvað eru þessi orð, sýnir huga míns ?, Er ég dauður, eða er ég á lífi, hver veit ? ekki ég, Hvað ég dreymi, er það hitt lífið ?, er ég kanski vakandi akkurat þá ?, er lífið draumur annara ? Ást, Hatur, tilfinningarnar allar ? eru þetta bara orð eða er ég ? Raunverulegur, óraunverulegur, Fantasía, raunvera, sýnir mínar, draumar, eru augun mín blind, eða get ég séð ?, Hljóð, þögn, hávaði, og ekkert, eru öll þessi orð ýmindun ein, Þögn ? eða get ég ekki heyrt ?
Þvaður, hvað veit ég, ekki neitt, Öll mín þekking er sprottin frá engu, hver veit ? er jörðin flöt er hún kassalöguð, er heimsendir í nánd, er guð á meðal okkar, Er maðurinn sem lagður var inn, í raun jesú eða er hann bara feik ? hver veit hvað í þetta er sprottið ? Ekki ég, en hvað veit ég ?, Er sýn mín tóm er sýn mín full, er fjallið hátt, eða er dalurinn bara svona djúpur, hvað leynist að handan, hver veit það ? Eru orð mín rugl, eða lastu þetta rangt, hafa orðin aðra merkingu fyrir þér ? Fyrir mér eru þetta spurningar sem enginn veit fyrir víst, er nokkuð sem eitthver veit ? Ég trúi á ekkert, og ekkert ég er, lífið er ekkert, og enginn ég er,
Hjalti Geir Pétursson