Ég kann vel við að gera ekki neitt,
en alltaf þegar ég geri ekki neitt
ætlast fólk til þess
að ég vilji gera eitthvað.

Það var seinast
nú um daginn
á meðan jólprófin voru.

Ég naut mín vel
við að gera ekki neitt
þegar pabbi “reddaði” mér vinnu
í sláturhúsinu á Selfossi
svo mér þyrfti ekki að leiðast
við að gera ekki neitt.

Þar hitti ég mann
sem lét mig fá stóra ryksugu,
kallaði hana mörsögu
og lét mig sjúga með henni mör.

Ég stóð í fleiri tíma,
saug mör og hugsaði um það
hve gott það gæti verið
að hætta vera skáld,
snúa mér að því að sjúga mör
og lifa fyrir það.

Ég þyrfti aldrei að hugsa
né nokkurn tímann þjást
og aldrei þyrfti mér að leiðast
við að gera ekki neitt.

Svo var mér hugsað til ykkar,
sem fæddust í vor
og voruð svo sæt.
Ég gaf sumum ykkar úr pela
meðan önnur hlupu um
grösuga dali eða óslegin tún.
Svo hlupuð þið loks öll saman
í frelsi örævranna.

En eftir eitt sumar í frelsinu
sótti ég upp á afrétt
og rak ykkur í réttir.
Þar sem ég skemmti mér vel
við að draga ykkur í sundur
en svo héldum við heim.

Heima þið lifðuð
og kunnuð því vel
en satt er frá að segja
að öll fegurð deyr.

Þegar þið eruð send í endastöð lífsins
þar sem hjörtun hætta að slá
komið þið í hinsta sinn til mín.

Þegar búið er að flá ykkur,
rista á hol,
drepa ykkur með rafmagni,
tína af ykkur leggina
og rífa úr ykkur yðrin
sýg ég úr ykkur seinustu fitu sumarsins
og hugsið ykkur ég kalla mig skáld.

Nei, ég vil frekar gera ekki neitt.