það var fór ekki hjá því að það gætti roða
í kinnum hennar þegar hún kastaði
á hann litlu brosi
-tilbaka

það var ekki laust við að hún flissaði
eins og táningsstelpa þegar hún var
komin í öruggt skjól
-heima

hana rámaði jafnvel í að hafa vafið hárinu
í nokkur þúsund hringi um fingur
sér meðan hann talaði
-við hana

fiðringurinn var kunngulegur og hún vissi hvert
hún stefndi og það er alltaf gaman að vera skotin,
svo ég tali nú ekki um í kennara, en ekkert hefði
mögulega getað búið hana undir það sem gerðist
um fjórtán klukkustundum eftir að hún roðnaði
og flissaði og vafði hárinu

þegar hann stóð á eldhúsgólfinu hennar klukkan
sjö að morgni, starði dauðadrukknum augum
beint í hennar og spurði grafalvarlegri röddu:

er þér sama þótt ég fari í bað?