(þetta er endurbætt útgáfa af ljóði sem ég hafði þegar sent og þætti mér vænt um hún væri ekki birt og þessi í staðin. Einnig mætti endilega stroka allt sem er innan sviga í þessari grein og í fyrirsögn hennar, með fyrirfram þökk (: )

Dreg úr slíðri, Eggin tindrar
Enginn og ekkert mátt minn hindrar
Stálin mætast, af Egginni sindrar
Hegg og hjöltun litast dreyra
Villutrúar, engu skal eira

Feigðartré, með snöru eða biti
Eina sem þarf er að hnýta eða tálga
Hví að mæla í ræðu eða riti
er skýrast væri að reisa gálga,
spenna boga og óvinum sálga

Miskun þó, konum til handa
Því guð hefur blásið þeim anda
svo ég þurfi ei einn að liggja
ambátt til þess að tryggja
Mér sé bærilegt guðsríki að byggja

Við fótstall konungs sleginn
guð varðar því veginn
heilög nauðgun og heilagt sverð
eru ei grimmt verð
Fyrir svo heilaga ferð