Veistu að ég sá engil fljúga hjá.
Nei í alvöru, ég sá hann.
Hann minnti mig á sjálfa mig,
veistu að ég held að þetta hafi bara verið ég.
Jú, ég get flogið eins og engill, vissirðu það ekki?
Nei auðvitað sástu hann ekki.
Hann var ég í mínum veruleika,
eins og ég sé mig og það getur enginn
litið mig sömu augum og ég.
Ég sá samt engil.
Ég er ekki frá því að hann hafi brosað,
ekki skil ég af hverju.
Ég held að englar ættu ekki að sjá
broslegu hliðina á tilverunni,
því þeir eru draumkenndar táknmyndir
fullkomleikans
og fullkomleikinn er ekki broslegur.
Það er hið ófullkomna í tilverunni
sem fær okkur til þess að brosa.
Þess vegna ætti maður ekki
að leita fullkomleikans,
ófullkomleikinn ætti að vera manns æðsta
takmark.
There is no sin but stupidity. (Oscar Wilde)