Jæja, best að fara henda inn einhverjum ljóðum svo þið getið nú fengið tækifæri á að rífa mig í ykkur ;). Þetta er gamalt ljóð, man ekki lengur hvort ég birti það nokkurn tímann hér, en hvað um það. Ég hef verið að endurskrifa mikið af draslinu mínu og þetta er ein afurðin.



Vonbrigði til betra veðurs

Í fjarska rauð ský
sár leka yfir himin

í fjarska rauð ský
döpur augu og hljómlaus orð

og loks rignir

og loks hvessir

hreinsar burt
syndir síðasta sumars.