Kom inn á letigarðinn
enn eina ferðina
hristir haus og glottir
framan í strákanna
sjáið hver er hér mættur.

Tendrað er í feitum stert inn í dimmum klefa.
Velkominn „heim“ þú ungi drengur
Vonandi líður þessi fljótt og vel.
Setið er inn í klefum
og sagðar eru þar fornar frægðarsögur
Um tíma sem er voru „kannski“ aldrei til
nema í hugarórum sögumannsins.

Ár Pjakksins líða misjafnlega, sæmileg og illa.
Og einn dag hann fær að arka útum garðshliðið út á veg.
Hann er með 1450 kr í vasanum.
Og í huga sér hann segir:
Hingað skal ég aldrei koma aftur.

En einn daginn á letigarðinum kemur þangað eldri maður
enn eina ferðina.
Hann hristir haus og glottir tannausuglotti
framan í kallana og segir:
Sjáið, já, sjáið hvur er mættur og er kominn til að vera…Amen..





Örn Úlriksson
1976-