það er synd að segja satt
sérstaklega þegar ég er að ljúga
komdu, komdu fljótt
það er svo margt sem ég þarf að segja

það er synd að hjálpa þér
sérstaklega þegar þú ert í raun að hjálpa mér
sofðu, sofðu rótt
það er svo margt sem ég þarf að gera

það er synd að tala við guð
sérstaklega ef hann er djöfullinn
hlauptu, hlauptu hratt
það er svo margt sem ég þarf að drepa
————————————————