Sorgin hún bítur
sem eitraður snákur.
Allt verður svart
svart,svart.
Í gegn um myrkrið
á bjargbrúninni
ég gekk svo lengi,
lengi, lengi.

Lítil hönd
í lófa stakk sér.
Lítil rödd
í heila tróð sér
Hvar ertu mamma
því fórstu frá mér.
Ég opnaði augun
og horfði
á barnið mitt bjarta
sem í hjarta mér
tróð sér.

Hvernig gat ég
gengið veg þann langa
sem sorgin bar mig.
Í augum barnsins
var sorgin svarta
úr mínu hjarta