Ég lagaði ljóðið sem ég sendi inn um daginn talsvert mikið og ákveð að senda inn endurgerðina:)

Heimstyrjöldin þriðja

Magnúðugu máttarvöld!
Myrkri sveipað heimsins kvöld
Móðir jörð og drottinn dýr!
Drunga heimsins sálin flýr.

Endalokin eldur kyndir
endurgjöldum vorar syndir
Blíðan vind á vanga finn
vorsins ilm í hinsta sinn

Heyri fugla fagran söng,
er forðum heyrði dægrin löng
í húmi nætur hljóðna þeir
himnaljós ei verður meir

Hugleikinn mér heimsins endir,
hvert mitt sálartetur lendir?
Sopið drjúgt úr lífsins lindum
lausn mér veittu frá þeim syndum

Veit mér töfra Tímans-gyðja,
trúlaus maður er að biðja
Ungur drengur -Dauðans-meyja!-
dæmdur saklaus til að deyja

Ljúfur góður viltu vaka
vænta örlög ragnaraka?
Engu eirir jörðin köld
eftir mikla Heimstyrjöld!