“guð upplyfti sínu augliti yfir þig
og gefi þér frið…”

sagði presturinn við sóknarbörnin
rétt áður en sonur hans var barinn
til bana…



“sælir eru fátækir – því þeirra er guðsríkið…”
“sælir eru hungraðir – því þeir munu mettir verða…”

sagði presturinn við sóknarbörnin
rétt áður en faðir hans var soltinn
til bana…



“elska skaltu náunga þinn
eins og sjálfan þig…”

sagði presturinn við sóknarbörnin
rétt áður en hann var skotinn
til bana…

í guðs útvalda ríki…



lygar og brotin loforð
í guðs útvalda ríki
dauði og hefndarhatur
í brosmildu englalíki…



-Danni-


***Er ekki vel að mér í kristnum fræðum (enda trúleysingi). Gæti því vel hugsast að setningarnar að ofan séu rangar.***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.