Ekki er allt silfur og gull
Þó margir virðast halda svo
Enginn vinnur ef stríð er háð
Vill einhver gefa mér smá ráð
Því allt það illa innrás gerir
Og ekkert sést nema heitir hverir
Gufan spýtist út um allt
Á meðan ráðamenn landana drekka malt
Ekkert líf á þessum bölvaða stað
Þar til bíll rennur inn á hlað
Og hver er það sem kemur nú
Það er forsetinn og frú
Ég fer út í skúr og sæki
Haglarann og skot í tækið
Hleð hann upp og miða'á kallinn
En þá kemst ég að því að kóngurinn er fallinn
Enn á ný hef ég tapað fyrir þér
Annan leik á morgun? Spyr ég
