Held í mér andanum
Vil ekki tala við þig
bullandi kaldhæðnin svíður og andinn berst við tárin.
Hugurinn blekkir og hugsunin svekkir
Hún er framtíðarhrædd, tíminn teymandi hana áfram.
Samt svo staðföst og hræðir mig, lokar á mig og segir að ég sé ekki lengur til.
Bara ef hún opnaði augun þá sæi hún að ég stæði þarna grátandi.
Eins og ég hafi aldrei gert neitt annað áður.
En hurðinni heldur hún lokaðri og læstri.
Tilfinningarnar fá ekki út.