Fyrir hvert skref í rétta átt,
tek ég tvö til baka.
Mér finnst ég ei hafa mátt,
til vinna það sem mig er að þjaka.

Það að vera ein,
og vita ei neitt.
Hjálpar ei við að lækna sálar mein,
en hjálpað getur allt og læknað eitt.

Vinur sem með stendur sterkur í raun,
er sem stólpi á miðju hafi.
Ekki syrgja og gráta á laun,
því þá get ég ei þig dregið úr kafi.

—–

-Munið að ætíð er alltaf einhver til að standa við bak ykkar, sama hversu slæmt það virðist vera sem gerst hefur.-

kv. Taran