Heimstyrjöldin þriðja

Magnúðugu máttarvöld!
Myrkri sveipað heimsins kvöld
Móðir jörð og drottinn dýr!
Drunga heimsins sálin flýr.

Hlustaðu og trúðu, töfra-gyðja,
er trúlaus maður fer að biðja
Hvað tekur við af heimsins enda
hvar mun sálin lenda?

Sjáðu sæta lífsins-meyja
saklaus maður er að deyja
Hef sopið drjúgt úr lífsins lindum
lausn mér veittu frá þeim syndum

Eldur endalokin kyndir
endurgjöldum vorar syndir
Vindinn blíða á vanga finn
vorilmur í hinsta sinn

Heyrðu fugla fagran söng,
er forðum heyrðir dægrin löng
í næturs húmi þagna þeir
Því á morgun verður ei meir.

Fimir vængjum blíðum blaka
bíða örlög ragnaraka,
Senn rennur upp skálmöld
Sú þriðja heimstyrjöld!